Hvað er PhiIon plasma meðferð
Með PhiIon pennanum rétt snertum við á yfirborði húðar. Við það myndast rafstraumur, plasma orka, eins og örsmá elding og mikill hiti myndast við það. Með þessu örvum við náttúrulegt lagfæringarkerfi líkamans sem hraðar myndun nýrra fruma, kollagens og elastíns.
Meðferðin minnkar ummál húðar, strekkir á henni og hægt er að minnka sjáanlegar línur og slappa húð. Til dæmis á svæðum eins og á efri augnlokum, undir augum, kringum varir, fyrir framan eyru, ennislínum, hálsi, slappa húð á maga og á fleiri svæðum. Einnig er hægt er að fjarlægja húðflipa, háræðar, öldrunarbletti og sólarskemmdir.
Eftir meðferðina verður þú með litlar brúnar doppur sem líkja má helst við freknur sem liggja þétt saman í um 5-10 daga og þær flagna af hægt og rólega af. Mikilvægt er að láta doppurnar flagna af sjálfu sér, þannig engin förðun þessa daga. Undir doppunum myndast nýjar húðfrumur sem þétta húðina og verður húðin ljós bleik undir en jafnar sig fljótt. Ráðlagt er að bera sólarvörn á svæðið og verja það fyrir sólinni í 1 til 2 mánuð eftir meðferðina. Nota sólarvörn +30 til +50 SPF daglega.
Árangur sést með hverri vikunni sem líður frá meðferð. Yfirleitt er nóg að koma í eina meðferð sem dugar í eitt til eitt og hálft ár, það fer eftir meðhöndlun húðar og öldrun hennar. Eftir 12 vikur sjáum við lokaútkomu á meðferðinni og dæmum hvort það þurfi aðra til. Ef þú ert með slappa og mikla umfram húð og djúpar línur, þarf yfirleitt tvær meðferðir.
Kostir við plasma vs. skurðaðgerð
• Húðin ekki skorin
• Engar sprautur
• Engin saumur
• Engin blæðing
• Lítil sem engin aukaverkun, (upplifir þig sem sólbrennda)
• Skjótur bati, bólga í 2-3 daga
• Doppur farnar af eftir 5-10 daga
• Getur farið í vinnu sama dag
• Sársaukalaust - deyfikrem notað
• Fljótleg meðferð
• Mun ódýrari en skurðaðgerð
Frábendingar:
• Með veirusýkingu, hita, kvef eða flensu.
• Barnshafandi eða með barn á brjósti.
• Sykursýki, slæman gróanda eða vandamál í eitlum.
• Færð auðveldlega upphleypt ör, keloid.
• Ert með sólbrennda húð.
• Miklar bólgur eða æxli.
• Lupus
• Psoriasis
• Ristil í andliti
• Æðahnúta, segstíflu eða æðabólgu.
• Drepsýki eða lokaðar slagæð.
• Herpes – taka þá lyf undan og eftir, fá lyf og leyfi frá lækni. (Þetta á aðeins við um meðferðir umhverfis varasvæðið)
• Farið í krabbameinsmeðferð, líffæraígræðslu eða hjartagangráð.
• Þau sem eru í 4, 5 og 6 húðlita flokki, geta ekki farið í plasma. Aðeins mælt með þessari meðferð á miðlungs ljósa húðlit. Allir sem eru með dekkri húðlit eru í hættu að fá hyperpigmentation.
Ef viðskiptavinur er með eitthvað sem talið er upp hér að ofan, þá þarf skriflegt leyfi frá lækni til að fá að fara í PhiIon plasma meðferð ef hann ráðleggur það.
Ekki er mælt með að drekka koffein eða áfengi 24 klst fyrir meðferð, það getur valdið meiri bólgu. Þú munt fá bólgu daginn eftir sem er eðlileg, en hægt er að draga mest úr henni með að að neita ekki koffein né áfengi áður.
Hvernig fer meðferðin fram:
• Vertu vel nærð og hvíld.
• Komdu ómáluð í meðferðina.
• Teknar verðar myndir.
• Deyfing borin á.
• Meðferð hefst.
• Taktu lítil heyrnatól með og hlustaðu á sögu eða tónlist.
• Þú munt heyra hljóð sem þér mun finnast skrítið og því gott að hafa lítil heyrnatól með.
• Þú munt finna sviðalykt í meðferðinni, ekki góð lykt en venst fljótt.
• Færð andlitsmaska ef önnur svæði á andlitinu eru tekin en augnlokin. Engin maski á augnlok.
• Eftir meðferð verður þú með brúnar doppur á meðferðasvæðinu.
• Húðin grær á 7-10 dögum
• Ekki má farða sig fyrr en doppurnar eru dottnar af.
• Sumir þurfa 2 meðferðir, til að ná góðum árangri.
• Meðferðin dugar að jafnaði í eitt og hálft ár.
ALGENGAR SPURNINGAR
Hvað tekur þetta langan tíma?
Ef eitt svæði er tekið t.d augnlok tekur það um 90 mín með deyfingu. Tvö svæði taka um 2 klst. Góður tími fer í myndatöku og deyfingu, meðferðin sjálf á einu svæði er um 30 - 40 mín.
Er meðferðin sársaukafull?
PhiIon plasma meðferðin er nánast sársaukalaus þar sem þú ert vel deyfð áður. Þú finnur fyrir því að það sé verið að gera eitthvað en lítill sem engin sársauki fylgir. Flestir tala um hljóðið sem heyrist þegar blossinn snertir húðina og sviðalyktina sem kemur en mörgum finnst hún ekki góð en hún venst þó fljótt. Því mæli ég með hafa lítil heyrnatól í eyrunum og hlusta á góða tónlist eða góða hljóðbók. Eftir meðferðina upplifir þú þig eins og þú sért vel sólbrennd fyrstu 12 klst eða svo og gott er að nota kælipoka til kæla svæðið, það hjálpar líka til að minnka bólguna daginn eftir. Mæli einnig með að eiga blævæng, mjög gott að fá kaldan vind á sig. Bólgan getur varað frá 2-5 dögum, mjög einstaklingsbundið.
Hvaða svæði eru vinsælust?
• Augnlok
• Crows feet (broslínur við augun)
• Undir augun
• Broslína við munninn, línan frá nefi og niður að munni
• Eftir vör og neðri vör
• Háls í miðjunni (oft kallað kalkúnaháls svæði)
• Hrukkulína milli augnana og enni
• Fyrir framan eyrun
• Kjálki
• Kringum nafla, maga svæðið
Er PhiIon plasma meðferð örugg?
Meðferðin er örugg þar sem ekki er framkvæmd skurðaðgerð. Meðferðin er byggð með náttúrulegri örvun á endurnýjun á húð. Plasma meðferðin tekur stuttan tíma og þú ert fljót að jafna þig ef farið er eftir leiðbeiningum sem gefin eru upp eftir meðferðina. Ef viðskiptavinur fer ekki eftir þeim, þá er hætta á slæmri bólgu, sýkingu, örmyndun og litabreytingum.
Má ég nota farða til að hylja?
Nei ekki má nota farða fyrr en allar doppurnar eru dottnar af. Farðinn er ekki sótthreinsaður. Eftir 5-10 daga er hægt að bera farða á svæðið. Mælt er með að sleppa alveg að nota farða í kringum svæðið líka svo það geti ekki sýkt meðferðasvæðið.
Mun ég sjá árangur strax?
Já þú munt sjá árangur með hverri vikunni sem líður frá meðferðadegi. Það tekur tíma fyrir kollagen og elastín að byggja sig upp. Loka útkomuna dæmum við eftir 12 vikur frá meðferð, hvort þú þurfir að fara í aðra meðferð til að ná bestu útkomunni.
MYNDIR
Meðferð - 2 PhiIon
Tólf vikum eftir meðferðina met ég stöðuna hvort það þurfi aðra meðferð á sama svæðið. Í þessu tilviki, mat ég að við myndum fara aðra umferð. Miðju myndin sýnir 15 vikum eftir fyrstu meðferð, neðsta myndin sýnir einum mánuði seinna eftir meðferð tvö. Gaman verður að sjá muninn eftir þrjá mánuði eftir meðferð tvö.
Meðferð - 1 PhiIon
Í fyrsta skipið um daginn gat þessi unga dama notað eyeliner.
Meðferð - 1 PhiIon
Metum stöðuna eftir 12 vikurnar
PhiIon og PhiMicroneedling eru frábærar meðferðir saman.
Meðferð - 1 PhiIon og 3 PhiMicroneedling
Við munum taka aftur PhiIon meðferð á hálsinn, kringum munn, kinnar og kjálka. Einnig ráðlegg ég henni að koma reglulega í PhiMicroneedling meðferð til að halda áfram að byggja upp kollagen og elastín framleiðsluna.
Meðferð - 1 PhiIon og 1 Microneedling
Mæli með að taka aftur PhiIon meðferð og hægt er að gera það 4 mánuðum eftir fyrstu PhiIon meðferðina. Einnig mæli ég með að hún komi reglulega í PhiMicroneedling meðferð til að halda áfram að byggja upp kollagen og elastín framleiðsluna..
MYNDIR FRÁ ÖÐRUM
Myndir hér fyrir neðan eru frá fyrirtækinu sem ég lærði hjá, bæði frá meistaranum mínum og myndir frá Phi-family vinkonu. Ég fékk leyfi til að sýna ykkur, þar til ég næ að safna mínum eigin myndum af þessum svæðum. Langaði að sýna fleiri svæði sem hægt er að vinna á, það er endalausir möguleikar með þessum meðferðum.
PhiIon plasma verð:
PhiIon plasma - Augnlok 1 klst og 30 mín – 35 þús
PhiIon plasma - Undir augun 1 klst og 30 mín – 35 þús
PhiIon plasma - Crown feet (broslínur við augun) 1 klst og 30 mín – 35 þús
PhiIon plasma - Áhyggjurlínur milli augnana 1 klst – 25 þús
PhiIon plasma - Efri vör 1 klst og 15 mín – 35 þús
PhiIon plasma - Neðri vör 1 klst og15 mín – 35 þús
PhiIon plasma - Broslínan við munninn (frá nefi til munnviks) 1 klst og 30 mín – 35 þús
PhiIon plasma - Kjálki 2 klst – 45 þús
PhiIon plasma - Kinnar 2 klst – 45 þús
PhiIon plasma - Fyrir framan eyru 60 mín - 28 þús
PhiIon plasma - Háls miðjan (kalkúna svæðið) 1 klst og 30 mín - 55 þús
PhiIon plasma - Háls (allur) að eyrum 2 klst – 85 þús
PhiIon plasma - Nafli, lítið svæði kringum nafla 2-6 cm 2 klst – 55 þús
PhiIon plasma - Nafli, stórt svæði kringum nafla 6-12 cm 3 klst – 85 þús
Ef tekin eru tvö svæði eða fleiri er afsláttur veittur. Veitt er 15% afsl. af ódýrari svæðinu, ef tvö svæði eru tekin saman. Ef fleiri en þrjú svæði tekin saman í einu er veittur meiri afsl. og fer eftir hvaða svæði eru tekin. Hafðu samband við Katrínu Sylvíu fyrir frekari upplýsingar.
Bóka tíma inná KataSímon
Bóka tíma inná KataSímon