Hvað er PhiMicroneedling meðferð
PhiMicroneedling meðferð er öflug meðferð til að byggja upp húðina. Við vinnum á undirlagi húðar, örvum framleiðslu á kollagen og elastín þráðum. Meðferðin stinnir, þéttir og styrkir húðina, minnkar fínar línur, gefur fallegan ljóma og jafnari húðlit.
Phi-Microneedling hentar fyrir:
• Húð sem er orðin slöpp og misst hefur teygjanleikann
• Hrukkur og fínar línur
• Opnar húðholur
• Ör eftir bólur
• Sólarskemmdir
• Húðslit
• Hentar öllum húðgerðum og öllum aldri.
Nauðsynlegt er að þú deyfir meðferðasvæðið áður en þú kemur og setur plastfilmu yfir til að halda hita, með því nær deyfikremið betur inn í húðina. Deyfikrem færðu í næsta apóteki.
Hvernig fer meðferðin fram:
• Þú kemur óförðuð með hreint hár og búin að deyfa þig áður.
• Ef þú deyfir þig ekki, þá deyfi ég þig í smá stund. Mæli samt með því að þú deyfir þig sjálf áður til að nýta tímann sem best með nálunum.
• Húðin hreinsuð og deyfikrem fjarlægt.
• Meðferð hefst - notuð er einnota nálarhaus með 12 örfínum nálum, það er mismunandi stilling á dýpt nálar, fer eftir hvaða svæði er verið að meðhöndla hverju sinni. Með því að nota þessa aðferð, að særa húðina með nálunum, fer af stað gróandaferli sem leiðir til þess að kollagenframleiðsla hefst við að byggja upp húðina.
• Borið er á sérstök hyaluronic gel fyrir hverja húðgerð fyrir sig. Ekki er notað sama efnið fyrir normal húð, olíukennda húð eða húð sem er með ör eða slit. Efninu komum við inní húðina með nálunum til að auka virknina á kollagen framleiðslunni.
• Þegar búið er að fara yfir svæðið með nálunum þá færðu æðislegan maska sem kælir, róar, gefur húðinni mikinn raka og vítamín.
• Að lokum færðu kokteil ampúlur sem þú þarft að bera á þig heima fyrir næstu daga og fylgja leiðbeiningum vel, mjög auðvelt.
Eftir meðferðina finnur þú fyrir strekkingu og upplifir eins og húðin sé sólbrennd. Þú verður rauðleit í framan en roðinn dofnar með hverri klst eftir meðferð. Einnig getur myndast smá bólga en hún er fljót að hverfa. Roðin og bólgan hverfa yfirleitt á 1-2 dögum en getur farið upp í viku, mjög sjaldgæft.
Strax eftir meðferðina hefst kollagen uppbygging húðar og þú munt sjá árangur með hverri viku. Það tekur húðina rúmlega 28 daga að endurnýja sig. Húðin mun áfram byggjast upp næstu 6-12 mánuði eftir meðferðalotu. Til að ná sem bestum árangri er mælt með að koma 4-6 meðferðir á 3-4 vikna fresti. Tilboð ef keypt er 4 eða fleiri meðferðir saman.
Forðast skal sund, heita potta, gufu, ljósabekki og æfingar í 4-5 daga eftir meðferð. Ráðlagt að nota engan farða fyrr en á þriðja degi.
Mæli með að taka lítil heyrnatól ef þú vilt hlusta á þína tónlist eða hljóðbók.
MYNDIR
PhiIon og PhiMicroneedling eru frábærar meðferðir saman.
Meðferð - 1 PhiIon og 3 PhiMicroneedling
Mun taka aftur PhiIon meðferð á hálsinn, kringum munn, kinnar og kjálka. Einnig ráðlegg ég henni að koma reglulega í PhiMicroneedling meðferð til að byggja áfram upp kollagen og elastín framleiðslunni.
Meðferð: 1 PhiIon og 1 PhiMicroneedling
Við ætlum að taka aftur PhiIon meðferð og hægt er að gera það 4 mánuðum eftir fyrstu PhiIon meðferðina. Ég mæli með að hún komi reglulega í PhiMicroneedling meðferð.
Eftir 3 PhiMicroneedling meðferðir.
PhiMicroneedling meðferðir eingöngu
Myndir hér fyrir neðan er frá fyrirtækinu sem ég lærði hjá, bæði frá meistaranum mínum og myndir frá öðrum Phi-family minni. Ég fékk að láni til að sýna ykkur, þar til ég næ að safna mínum eigin myndum. Langaði að sýna fleiri svæði sem hægt er að vinna á, það er endalausir möguleikar.
Eftir 1 PhiMicroneedling meðferðir.
Eftir 2 PhiMicroneedling meðferðir.
Eftir 3 PhiMicroneedling meðferðir.
PhiMicroneedling verð:
PhiMicroneedling - Andlit + maski 1 klst og 30 mín – 25 þús
PhiMicroneedling - Andlit og háls + maski 1 klst og 30 mín – 30 þús
PhiMicroneedling - Háls + maski 1 klst - 18 þús
PhiMicroneedling - Háls og bringa + maski 1 klst og 30 mín - 25 þús
PhiMicroneedling - Bringa + maski 1 klst - 20 þús
PhiMicroneedling - Magi + maski 1 klst – 30 þús
PhiMicroneedling - Handabak + maski 1 klst – 18 þús
*Ef tekin eru 4 meðferðir eða fleiri er veittur 20% afsláttur.
Bókar inná KataSímon
Bóka tíma KataSímon