top of page
Katrín_Sylvía_Símonardóttir_mask.jpg

Velkomin

Katrín Sylvía heiti ég og er snyrtifræðingur að mennt með áralanga reynslu og býð upp á fjölbreyttar snyrti- og fegrunarmeðferðir.

Ég útskrifaðist úr Snyrtiskóla Íslands árið 2002 og vinn að því að endurmennta mig og bæta við mig nýjungum. Það nýjasta er menntun frá PhiAcademy og náði ég mér tvo titila sem PhiBrows Microblade tattoo Artist og PhiLlings Artist sem er Phi-Ion plasma meðferð og Phi-Microneedling meðferð. Þessar nýju meðferðir eru virkilega vinsælar út um allan heim og eru að ná sínum hæðstu hæðum hér heima.
Ég er með aðsetur hjá Heilsu og fegurð í Turninum í Kópavogi. Þar getur þú valið um fjórar meðferðir sem ég sérhæfi mig í og þetta er það sem ég býð uppá:

- Phi-Brows Microblade augnabrúna tattoo
- Phi-Ion plasma meðferð
- Phi-Microneedling meðferð
- Varafylling

 


Aðeins meira um mig:

Ég er frumkvöðull, í gegnum árin hef ég bardúsað í mörgu. Mér líður einstaklega vel í skapandi umhverfi, þá sérstakelga ef hugurinn fær að fara á flug. Hausinn minn er stútfullur af hugmyndum, sumar þeirra fá að fæðast og líta dagsins ljós. Mín allra stærsta hugmynd og sú dýrasta var Kasy swim verkefnið. Ég ákvað árið 2010 að skella mér í Háskóla Reykjavík og ná mér Dimplómu í frumkvöðlafræði hjá Klak, það var lærdómsríkt ferli. Ég tók þátt í Gullegginu í skólanum og komst í topp 10 af 224 viðskiptahugmyndum með Kasy swim, því er ég stolt af. Kasy swim var hönn­un­ar­fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ði sig í hágæðasund­fatnaði fyr­ir kon­ur með lín­ur. Kasy swim náði ekki flugi vegna skort á fjármagni þar sem ekki náðist að festa fjárfesta. En ég náði einni framleiðslu og komast á eina sölusýningu erlendis.
En eitt er víst að reynslan og þekkingin er eitthvað sem ég mun alltaf búa að. 
Svo ef þú ert með hugmynd og vantar ráð, þá ertu velkomin að hafa samband og ég reyni mitt besta að leiðbeina þér.

Fyrir ykkur sem vilja þekkja mig betur

Varðandi fjölskyldu mína þá á ég einn son sem ég er voða stolt af, elska að eyða tíma með honum og fjölskyldunni minni. Við erum mjög samrýmd fjölskylda og hittumst við hvert tækifæri. Okkur fjölskyldunni er oft líkt við þessa týpísku ítalsku stórfjölskyldu þar sem hittumst yfirleitt hvern sunnudag, deilum vikunnni og borðum saman. Við erum kölluð "kossa fjölskyldan", ​ 

En afhverju ég?

Núna ertu búin að kynnast mér eitthvað smá. Ég mun blogga líka allt milli himins og jarðar eins og það sem ég hef áhuga á og gaman af og það sem er að virka fyrir mig andlega og líkamlega. 

Þú ert meira en velkomin að fylgja mér á samfélagsmiðlunum. Þar
mun ég sýna meðferðinar og brot af daglegt líf.


Facebook og Instagram
"KataSímon"

 


Kveðja 
Katrín Sylvía

​

​

bottom of page