top of page
Search

Flot.... just love it


Þau sem þekkja mig vita hvað ég elska að fara í flot og ég reyni að fara einu sinni til tvisvar í mánuði. Það eru nokkrar sundlaugar sem bjóða uppá samflot og lána flothettur sem hún Unnur Valdís Kristjánsdóttir hönnuður hannaði sérstaklega. Hér er síðan hennar á FB Flothetta, þar er gefið upp hvaða sundlaugar eru að bjóða uppá samflot í hverjum mánuði og einnig er verið að bjóða helgar samflot út á landi. Ef þú átt heitan pott heima þá mæli ég eindregið með því að kaupa þér flothettu og láta þig fljóta í pottinum og njóta og hlusta á slökunartónlist með. En hvað gerir flotið fyrir mann? Í bókinni The Book of Floting, kemur fram að þegar líkaminn flýtur verður hann þyngdarlaus og áhrif þyngdaraflsins minnkar álagið á miðtaugakerfið, vöðvana og mænuna. Sem gerir það að verkum að losnar úr læðingi orka sem eykur virkni heilans um leið og endurnýjun frumna líkamans verður hraðari. Ein klukkustund á floti jafngildir þannig um það bil fjögurra klukkustunda svefni. Þau vilja meina að þetta sést þegar heilabylgjur eru skoðaðar. Þegar við erum við það að sofna fer heilinn í ástand sem kallast þeta. Það er slökunarástand þar sem heilinn tengist sterkar undirmeðvitundinni og ýmiss konar úrvinnsla fer í gang. Hægt er að ná þessu ástandi í hugleiðslu en oftast eftir margra ára þjálfun. Flotið örvar aftur á móti mjög fljótt þessar heilabylgjur. Þetta getur m.a. haft mjög góð áhrif á þá sem eru í skapandi vinnu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að flotið eykur tenginguna á milli hægri og vinstri heilahvela. Vinstra heilahvelið tengist rökhugsun og skipulagi, eða því sem við notum einna mest dagsdaglega, á meðan hægra heilahvelið tengist meira sköpun og heildrænni hugsun. Fljótandi getum við því virkjað heilastarfsemina meira en okkur grunar. Já þú verður að prófa flot.


Það eru einhverjir staðir sem eru farin að bjóða upp á vatnstanka með saltvatni, þá er flothettan óþarfi. En ég held að ég myndi fá innilokunarkennd að vera inní svona tanki. En ég væri alveg til í að prófa það einn daginn og sjá hvernig það væri og hvort maður myndi ná góðri slökun inní tanknum. Draumurinn er samt að eignast einhvern tímann á lífsleiðinni heitan pott, ég elska að vera í vatni og grínast oft með það að ég hafi kannski verið hafmeyja í fyrra lífi.



74 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page