top of page
Search

Fyrsta bloggið mitt


Hæ og velkomin Ég veit ekkert hvað ég er að koma mér útí og hvernig á að halda úti bloggi. Hef samt hugsað aðeins útí það hvernig mig langar að hafa þetta hér. Ég mun vera frjálsleg og skrifa allt milli himins og jarðar, allt frá því sem ég hef áhuga á, vörur sem ég nota og get mælt með, mataruppskriftir, ferðalög, föndur, meðferðirnar mínar og eitthvað smá gossip kannski líka. Ég vona innilega að ég get skemmt þér og komið með eitthvað fróðlegt í leiðinni fyrir þig. Ég mun ekki skrifa neina kynningu um mig þar sem það eru smá upplýsingar um mig í linkunm "Um mig" á síðunni, þú munt kynnast mér hægt og rólega með tímanum. Svo annað, ekki vera feimin/inn að senda á mig fyrirspurn ef þú vilt vita eitthvað sérstakt eða ert með hugmynd fyrir mig til að gera eitthvað eða prófa nýja vörur til að deila með ykkur.  


Annars hlakka ég til að halda út bloggi, lít pínu á þetta sem dagbók. Það verður gaman að lesa yfir bloggið eftir 20 ár eða svo og sjá hvað maður hefur verið að bardúsa yfir árin. Ég er nefnilega orðin svolítið mikið gleymin núna, man valla á mánudegi hvað ég var að gera um helgina.    

Þangað til næst, hafðu það gott og lifðu lífinu.   Love Kata


47 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page